Tillaga Jóns Gnarr, þingmanns Viðreisnar, um að breyta nafni flokksins í Viðreisn-frjálslyndir demókratar, var felld á landsþingi flokksins í morgun.
Markmið tillögunnar var að gera grunngildi flokksins sýnileg almenningi, sérstaklega með því að leggja áherslu á orðið frjálslyndi, þar sem frelsi og frjálslyndi eru í hættu víða um heim.
Umræður um tillöguna voru líflegar, þar sem flestir sem tóku til máls voru fylgjandi því að leggja meiri áherslu á frjálslyndi í stefnu og orðræðu flokksins.
Hins vegar vakti orðið demókratar andstöðu hjá mörgum. Til að mynda benti Hanna Katrín Friðriksson á að nafnið gæti skapað rugling við Samfylkinguna.
Því fór svo að tillagan var felld með afgerandi meirihluta.