Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að hætta öllum viðræðum um viðskipta- og tollasamning við Kanada. Á samfélaagsmiðlinum Truth Social greindi Trump frá þessari ákvörðun og vísar í að Kanadamenn hafi birt falska auglýsingu sem innihélt hljoðbrot úr ræðu Ronalds Reagan, fyrrum forseta Bandaríkjanna.
Trump lýsir hegðun Kanadamanna sem „hneykslaverð“ og segir að í ljósi þess sé hann nú kominn að þeirri niðurstöðu að slíta öllum viðskiptaviðræðum. Hann telur að auglýsingin hafi verið framleidd með þeim tilgangi að hafa áhrif á ákvarðanir Hæstaréttar Bandaríkjanna og bandarískra dómstóla varðandi þær tollaheimildir sem Trump-stjórnin hefur sett á.
Í auglýsingunni, sem stjórnvöld í Ontario stóðu að, eru tilvitnanir í ræðu Reagan þar sem hann varaði við þeim áhrifum sem háir tollar á erlendan innflutning geta haft á bandaríska efnahag. Trump hefur nú sett 35% tolla á marga innflutta kanadíska vöru, auk sérstöku tolla á ákveðnar atvinnugreinar eins og bíla- og stálframleiðslu. Ontario hefur orðið sérlega illa úti vegna þessara breytinga.