Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti Volodímir Selenskí, forseta Úkráínu, í dag til að gera friðarsamning við Rússland og „stöðva blóðsúthellingarnar.“ Trump sagði að Úkráína ætti að íhuga að leita að samkomulagi við Rússa, sem þýddi að hann dragi í land fyrri yfirlýsingar um að Úkráína gæti endurheimt allt sitt landsvæði.
Á fundi þeirra í Hvíta húsinu sagði Trump að viðræðurnar hefðu verið „vinalegar og áhugaverðar.“ Hann lagði til að nú væri „kominn tími til að hætta drápunum og gera samkomulag.“ Trump skrifaði á samfélagsmiðla sína að „þeir ættu að hætta þar sem þeir eru“ og að „láta báða segjast hafa unnið og leyfa sögunni að dæma.“
Selenskí kom til Washington í þeirri von að fá samþykki fyrir afhendingu Tomahawk-eldflauga, sem Úkraína hefur lengi sóst eftir. Eftir fundinn sagði hann sig þó „raunsær“ gagnvart því að fá þær afhentar. „Við ræddum um langdræg vopn en ákváðum að tala ekki nákvæmlega um þau þar sem Bandaríkin vilja ekki auka spennu,“ bætti hann við.
Trump hélt því fram að unnt væri að „ljúka stríðinu án þess að hugsa um Tomahawks“ og taldi Pútín vilja binda enda á átökin. Afstaða Trump til Úkráínu hefur breyst frá því að hann tók við embætti. Fyrst kallaði hann Selenskí „einræðisherra án kosninga“ en á síðustu mánuðum hafa samskiptin hlynað. Trump og Pútín ræddu saman í rúmar tvær klukkustundir á fimmtudag og hafa þeir ákveðið að hittast í Búdapest í Ungverjalandi síðar í mánuðinum.
Þann sama dag greindi rússneska varnarmálaráðuneytið frá því að rússneskar hersveitir hefðu náð þremur þorpum í Dnipropetrovsk og Kharkiv héruðum Úkráínu.