Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir rannsókn á atburðum sem áttu sér stað þegar hann flutti ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Tæknilegir örðugleikar urðu til þess að ræðan hans var trufluð, þar sem textavélin virkaði ekki og hljóðkerfið var ekki í lagi.
Auk þess var rúllustiginn í þinghúsinu biluð, þannig að Trump og eiginkona hans, Melania Trump, þurftu að ganga upp tröppur. Trump lýsti þessum atburði sem „alvöru hneyksli“ á samfélagsmiðli sínum, Truth Social. Í færslu sinni sagði hann að þrjú alvarleg atvik hefðu átt sér stað og hvatti til þess að starfsmenn Sameinuðu þjóðanna yrðu handteknir.
„Þetta er alvöru hneyksli og alls engin tilviljun, hér var vísvitandi reynt að skemma fyrir mér í þriðja sinn. Sameinuðu þjóðirnar ættu að skammast sín. Ég mun skrifa aðalframkvæmdastjóranum bréf og krefjast þess að þetta verði rannsakað án tafar,“ bætir Trump við.
Talsmaður Sameinuðu þjóðanna hefur hafnað því að einhverjir starfsmenn beri ábyrgð á þessum tæknilegu vandamálum, og segir að örðugleikarnir hafi aðeins verið tilviljun.