Samkvæmt nýjum rannsóknum er ekki lengur hægt að telja hrun Golfstraumsins ólíklegt. Rannsóknirnar sýna að ef losun kolefnis heldur áfram að aukast, eru 70% líkur á hruni straumsins. Ef losunin helst óbreytt, eru líkur á hruni 37%. Ef losunin minnkar í samræmi við Parísarsamkomulagið, þá eru 25% líkur á því að straumurinn falli.
Golfstraumurinn er mikilvægur þáttur í loftlagskerfi jarðar og hefur mikil áhrif á lífsskilyrði í Íslandi. Hrun hans kann að hafa veruleg áhrif á veðurfar og aðstæður á landinu. Þá er málið einnig aðal umfjöllunarefni á COP30 loftlagsráðstefnunni sem nú fer fram í Brasíliu.
Íslenskir þingmenn hafa á ráðstefnunni bent á mikilvægi þess að bregðast við þessari þróun áður en það verður um seinan. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að nýta raddir okkar á þessum vettvangi. „Við verðum að standa við okkar alþjóðlegu skuldbindingar í þessum efnum,“ segir hún.
Hættan á hruni Golfstraumsins hefur einnig verið tekin fyrir á fundi Þjóðaröryggisráðs. Ása segir að það hafi vakið athygli að málið hafi verið rætt þar. Hún bendir á að ef þetta kerfi fellur, þá séum við á mörkum þess að hafa byggilegt land. Hrun straumsins gæti haft áhrif á samgöngur til og frá Íslandi.
Þingmenn Íslands hafa rætt um hrun AMOC-straumsins við þingmenn Norðurlandanna í von um að efla samstöðu Norðurlandanna til að sporna gegn þessari þróun. „Fólk er tilbúið til að hlusta og skilur að þetta verður raunveruleg áskorun,“ segir Ása aðspurð.