Íslenzki sjávarútvegurinn hefur unnið að því að draga úr losun fiskiskipa með samstilltu átaki á síðustu árum. Olíunotkun innan greinarinnar hefur minnkað um næstum 35% frá árinu 1990, og frá 2019 hafa engin skip notað svartolíu.
Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hjá SFS, bendir á að Ísland hafi náð árangri sem fá önnur lönd hafa náð. Hún nefnir að síðustu tölur frá Noregi sýni að þar hafi olíunotkun frekar aukist. „Það er kannski sá floti sem er líkastur okkar,“ segir Hildur.