Birgir Hrafn Hafsteinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Banana, dótturfélags Haga hf., og hefur þegar tekið til starfa. Með yfir tveggja áratuga reynslu í stjórnun og ráðgjöf mun Birgir Hrafn styrkja framkvæmdastjórn fyrirtækisins.
Áður en Birgir Hrafn tók við þessu nýja starfi starfaði hann sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hann hefur einnig verið forstöðumaður á rekstrarsviði hjá Controlant og deildarstjóri vöruhúsa og dreifingar hjá Distica.
Birgir Hrafn hefur starfað í rúm tíu ár sem ráðgjafi á sviði rekstrar, fjármála og aðfangakeðju hjá Capacent, þar sem hann leiddi umfangsmiklar umbóta- og rekstrartengd verkefni fyrir fjölbreyttan hóp fyrirtækja.
Hann er með MBA-gráðu frá Virginia Tech með áherslu á fjármál og fjárfestingar, auk B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Birgir Hrafn hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og stjórnunarmarkþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík.
Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana, sagði: „Það er okkur mikill liðsstyrkur að fá Birgi Hrafn í framkvæmdastjórn Banana. Víðtæk reynsla hans og þekking mun nýtast fyrirtækinu afar vel í áframhaldandi vexti og þróun.“
Banana ehf. er stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti, og þjónar stórum hópi viðskiptavina, þar á meðal verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, skólum, leikskólum og mötuneytum.