Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, greindi frá því að ekki sé að fretta af kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. Í samtali við mbl.is sagði Ástráður að ekki hafi verið boðaður fundur, en samtöl séu þó í gangi.
„Það er í sjálfu sér ekkert að fretta í bili. Ég veit ekki nákvæmlega hvenær fundur verður boðaður en hann verður boðaður um leið og ástæða verður talin til,“ bætti Ástráður við.
Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sagði að helsta ágreiningsefnið í deilunni tengist launaliðnum og launaþróun. Aðfararnótt þriðjudags milli klukkan 3 og 7 er boðuð vinnustöðvun á svokölluðu úthafssvæði, sem mun hafa áhrif á allt yfirflug.
Á fimmtudag fer vinnustöðvun fram á Keflavíkurflugvelli, og á Reykjavíkurflugvelli á föstudag. Næsta laugardag er fyrirhuguð sambærileg verkfallsaðgerð og í gærkvöld og nótt, þó að tímasetningin kunni að vera önnur.