Í september fluttu Norðmenn út 52.100 tonn af makríl, en útflutningsverðmætið nam 2,2 milljörðum NOK, sem jafngildir tæpum 27 milljörðum ISK. Samkvæmt upplýsingum frá Norska sjávrafurðaráðinu hefur verð makríls á útflutningsmörkuðum hækkað um 534 milljónir NOK, eða um 6,5 milljarða ISK, í september samanborið við sama mánuð í fyrra, sem er um 32% hækkun.
Þrátt fyrir hækkun á verðinu dróst magnið saman um 18%. Einnig kom fram að norski uppsjávarflotinn hafði veitt um 90% af kótanum fyrir árið, sem er 152.000 tonn. Þetta er óvenjulegt, þar sem svo stór hluti kótans hefur sjaldan veiðst svo snemma á árinu. Þetta má rekja til þess að veiðar hófust fyrr en venjulega og að veiði í Noregshafi var sérstaklega góð.
Helstu markaðir Noregs fyrir makríl í september voru Japan, Víetnam og Kína. Metverð fékkst fyrir heilfrystan makríl undir 600 grömmum, þar sem verð á kíló var 42,01 NOK, sem umreiknað í íslenskar krónur eru 511,50 kr.. Hæsta verð sem áður hafði fengist var í ágúst, 36,64 NOK, eða 446 ISK.
„Verðið mun hækka enn frekar í ljósi þess að fregnir eru um að verð til sjómanna hafi verið talsvert hærra en útflutningsverðið í september,“ segir á heimasíðu Norska sjávrafurðaráðsins.