Niðurstaða hæstaréttar í vaxtamálinu hefur leitt til mikillar óvissu á íbúðalaunamarkaði. Landsbankinn kynnti ný íbúðalaunakjör í gær til að bregðast við þessari óvissu.
Breytingarnar snúa að nýjum fasteignalaánum með breytingum á vöxtum og vaxtabindingu. Frá og með þessu verða verðtryggð íbúðalaán einungis í boði fyrir fyrstu kaupendur.
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, undirstrikar mikilvægi þess að bankarnir bregðist hratt við óvissunni sem hefur verið til staðar. „Það er mjög mikilvægt að fasteignamarkaður haldi áfram að rúlla. Eins og staðan var, þá var mjög erfitt fyrir lántakendur að koma inn á markaðinn. Nú hefur óvissan um það minnkað. Ég á von á því að þetta skýrist mjög á næstu dögum. Ég fagna því að Landsbankinn hafi brugðist svona hratt við,“ segir Daði.
Hann útskýrir að hann skilji ákvörðun bankans um að draga úr framboði á verðtryggðum lánum. „Það hefur komið fram í máli mínu ítrekað að vægi verðtryggingarinnar er barns síns tíma. Það eru rök fyrir því að draga úr vægi verðtryggingar. Það er kannski ekki heppilegt að það gerist mjög hratt. Verðtryggingin hefur verið mjög lengi við lýði. En þetta er í sjálfu sér skref sem er mjög skiljanlegt,“ segir hann.
Gjaldþrot Play og bilun í rafbúnaði Norðuráls á Grundartanga hefur aukið óvissu um þróun efnahagsmála. Daði bendir á að þetta kunni að hafa áhrif á stýrivaxtaaðgerðir Seðlabankans. „Hvort að það muni síðan þýða breytingar strax á næsta fundi er erfitt að segja til um. En bankinn sjálfur gaf skýr skilaboð um það að hann fylgdist grannt með þessu merkjum. Nú hafa fleiri vondar fréttir komið. Það er enginn vafi á því að þetta flýtir ferlinu,“ segir Daði.
Verðbólguþróun er einnig mikilvæg. „En það er mjög mikilvægt að við horfum líka til hagvaxtar og að við köllum ekki fram einhvers konar harða lendingu. Að við horfum til heildarhagsmuna íslensks samfélags,“ segir Daði.
Er ástæða til að óttast harða lendingu? „Ég held að það sé svona meiri líkur kannski. Það hafa fleiri hlutir lagst á þá sveif. Ég held að ef Seðlabankinn bregst við af ábyrð, þá sé ekki ástæða til að ætla það,“ segir Daði.