Play greiddi laun allra starfsmanna sinna í gærkveldi, áður en fyrirtækið lagði inn beiðni um gjaldþrot til Héraðsdóms Reykjavíkur. Úrskurður um gjaldþrot var staðfestur í dóminum í dag, sem merkir endalok sex ára sögu Play, fyrirtækis sem var stofnað árið 2019, þó flugrekstur þess hafi ekki hafist fyrr en árið 2021 vegna Covid-faraldurs.
Í tilkynningu sem send var út í gær kom fram að um 400 starfsmenn unnu hjá Play þegar rekstur fyrirtækisins var stöðvaður. Samkvæmt heimildum mbl.is tókst að greiða öllum þessum starfsmönnum laun áður en gjaldþrotaskipti hefjast.