Skakkiturn, umboðsaðili Apple á Íslandi, skilaði 548 milljón króna hagnaði á árinu 2024, sem er aukning frá 467 milljónum króna árið 2023. Rekstrartekjur félagsins, sem rekur verslun og verkstæði við Laugaveg 182 í Reykjavík auk verslunar í Smáralind í Kópavogi, námu 8.719 milljónum króna í fyrra, sem þýðir 4,3% hækkun frá fyrra ári.
Rekstrarhagnaður Skakkaturns jókst einnig, úr 553 milljónum króna í 661 milljón króna milli ára. Ársverk voru 5 í fyrra, en árið áður voru þau 27,2. Eignir félagsins voru bókfærðar á tæplega 2,1 milljarð króna í lok síðasta árs, en eigið fé nam ríflega 1,1 milljarði króna.
Árið 2024 greiddi félagið út 400 milljónir króna í arð, en stjórn þess lagði til við aðalfund að ekki yrði greiddur út arður vegna síðasta rekstrarárs. Skakkiturn er í eigu GE Capital Invest ehf., fjárfestingarfélags Guðna Rafns Eiríkssonar.